Fréttir / 18. september 2019

Fræðslumyndin Lífsstíll og heilsa á dagskrá RÚV

SÍBS, Samtök sykursjúkra og Geðhjálp standa að gerð nýrrar íslenskrar fræðslumyndar „Lífsstíll og heilsa“ um áhrif lífsstíls á heilsufar og hvað við getum sjálf gert til að sporna við sjúkdómum og vanlíðan.

Hlutverk SÍBS er að stuðla að heilbrigði þjóðarinnar og býður meðal annars ókeypis heilsufarsmælingar undir merkjum SÍBS Líf og heilsa í samstarfi fleiri sjúklingafélaga, sveitarfélaga, heilbrigðisstofnana og fyrirtækja. Fræðslumyndin er hluti af þeirri vitundarvakningu sem SÍBS stendur fyrir um ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu.

Myndinni er skipt í tvo hluta sem verða á dagskrá RÚV miðvikudagana 18. og 25. september. Í fyrri hlutanum er fjallað um, offitu, mataræði og hreyfingu. Seinni hlutinn fjallar um, streitu, svefn og geðrækt.

Dagskrárgerð var í höndum Páls Kristins Pálssonar og Aðalgeirs Gests Vignissonar.

Nýtt á vefnum