Fréttir / 6. maí 2021

Fræðsla um fæðuofnæmi

Sterkari út í lífið

Börn og ungmenni með fæðofnæmi þurfa oft á tíðum að takast á við krefjandi aðstæður í lífinu. Þau eru í flestum tilvikum sterkir einstaklingar með mikla þrautsegju enda búin að standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í gegnum lífið. Samt sem áður ef ekki er rétt með farið þá geta þau þróað með sér kvíða, hræðslu og jafnvel einangrun sem getur verið skaðleg andlegri heilsu þeirra og velferð.

Til að koma til móts við þetta þá höfum við hjá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands fengið til liðs við okkur hana Berglindi Brynjólfsdóttu sérfræðing í klínískri barnasálfræði sem starfar á Barnaspítala Hringsins og er með mikla reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum.

Fræðslan verður tvö skipti mánudagana 10. maí og 31. maí klukkan 17:00 – 18:30.

Fræðslan verður haldið í húsakynnum SÍBS að Síðumúla 6, 108 Reykjavík.

Fræðslan er ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 10-15 ára og einn forráðamaður fylgir hverjum þátttakenda, áhugasamir sendi línu á [email protected] með upplýsingar um nafn og kennitölu barns. Gott væri að það fylgdi með hvaða ofnæmi barnið hefur.

Nýtt á vefnum