Viðskiptaskilmálar

Happdrætti SÍBS

Happdrættismiði er ekki gildur nema greiðsla fyrir endurnýjun hafi borist frá miðaeiganda til Happdrættis SÍBS á sannanlegan hátt daginn fyrir útdráttardag. Hafi miðaeigandi kosið að greiða með boðgreiðslum veitir hann Happdrætti SÍBS heimild til að leita skuldfærslu greiðslunnar á greiðslukort sitt. Hafi miðaeigandi kosið að greiða með beingreiðslu veitir hann Happdrætti SÍBS heimild til að leita skuldfærslu greiðslunnar á bankareikning sinn auk áfallins kostnaðar. Uppsögn miða tekur gildi mánuði eftir að skrifleg uppsögn frá miðaeiganda berst Happdrætti SÍBS.

Forsíða