„Frábært framtak og ég hlakka til að komast í betra gönguform og á fjöll í sumar“ segir spenntur þátttakandi.
Göngunámskeið SÍBS hefst þann 26. apríl og fer fram í lokuðum hópi á Facebook. Námskeiðið er opið öllum óháð búsetu en áherslur miðast einkum við þá vilja koma sér af stað í reglulega hreyfingu.
Allar æfingar eru á ábyrgð þátttakenda sjálfra. Hver og einn gengur á sínum hraða og stundar að auki léttar styrktar- og teygjuæfingar. Unnið verður út frá einfaldri æfingaáætlun þar sem álag æfinga eykst hægt og rólega.
Þátttaka felur í sér áskorun um að stunda rösklega hreyfingu á hverjum degi og njóti þannig bættra lífsgæða. Námskeiðið getur einnig verið góður grunnur fyrir þá sem stefna á léttar fjallgöngur og hlaupanámskeið SÍBS fyrir byrjendur.
Námskeiðið stendur í sex vikur og kostar 3000 kr.
Í upphafi verður haldinn fjarfundur á Facebooksíðu hópsins þar sem farið verður yfir fyrirkomulag námskeiðs.
Reyndir leiðbeinendur leiða námskeiðið.