Sambandsþing SÍBS var haldið á Reykjalundi þann 5. nóvember síðastliðinn. Þingið er haldið á tveggja ára fresti og þar er kynnt stefna og starfsemi SÍBS og aðildarfélaga, kosið í stjórn, laga- og uppstillinganefnd auk skoðunarmanna.
Alls tóku 67 félagsmenn SÍBS og aðildarfélaga þátt í þinginu. Sveinn Guðmundsson tók við af Auði Ólafsdóttur sem formaður stjórnar SÍBS. Sjá nánari upplýsingar um nýja stjórn og nefndir.
Þingið og Auður Ólafsdóttir, fráfarandi formaður, þökkuðu Birni Ólafi Hallgrímssyni fyrir gott starf en hann hefur setið í stjórn SÍBS í 42 ár, sjá mynd af Birni Ólafi og Auði.