test

22sept.
Haustáskorun SÍBS - Á milli Brynjudals og Botndals í Hvalfirði
22. september 2018, kl. 08:30 – kl. 14:00
Mæting í rútu við Tanngarð, komið við í Mosfellsbæ
Þetta er sjötta gönguferðin í Haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs. Markmiðið er að fá sem flesta til að koma í göngur og bjóða sérstaklega velkomna þá sem hafa lítið gengið eða tóku langt hlé. Lokagangan í haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs 2018 er á milli Brynjudals og Botnsdals í Hvalfirði. 

Gönguleiðin á milli dalanna liggur meðal annars framhjá Laugalæk, sem er volgur og var áður nýttur til þvotta. Einnig er farið um Hrísháls og hinir mörgu fossar í Hvalskarðsá skoðaðir. Sá kafli göngunnar sem er Botnsdalsmegin kemur inn á Leggjabrjótsleiðina. 

Gönguvegalengd er ca 9 km og búast má við að uppsöfnuð hækkun sé um 250 m. Þetta eru aflíðandi brekkur og kjarri vaxnar sums staðar, annars móar og melar. Þeir sem hafa verið með í haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs eiga að geta farið þessa gönguleið með glans. 

Við förum með rútu frá Tanngarði verður komið við í Mosfellsbæ á leið úr bænum og til baka eftir göngu. Nánari upplýsingar um verð í rútu, tímasetningar og annað koma á viðburðinn á Facebook tíu dögum fyrir sjálfa gönguna og þá verður hægt að bóka sæti í rútu. Minnt er á það að það er ekki nóg að skrá sig í mætingu til að tryggja sæti í rútunni það verður að borga. Hægt verður að skilja tösku eða poka eftir í rútunni ef göngufólk vill eiga þar aukanesti, aukaföt eða skó. 

Allir velkomnir!