Það er fallegt að fara um Heiðmerkursvæðið og bakka Elliðavatns. Við ætlum að ganga hringinn í kringum vatnið og verðum á fjölbreyttum stígum. Nokkrar smávægilegar brekkur eru á þessari leið en þær telja saman um 100 m. Vegalengdin sjálf er um 8 km. Við hittumst á bílastæðinu við Helluvatn (skammt frá Elliðavatnsbænum) og göngum þaðan hringinn í kringum vatnið. Lagt er af stað kl. 18:15 og gangan tekur 1,5-2 tíma með stoppum.
Gangan er hluti af 150 km áskorun SÍBS og Vesens og vergangs. Áskorunin felst í því að þátttakendur stefna að því að ganga 150 km alls dagana 1. maí til 15. júní (báðir meðtaldir). Það er nóg að ganga 3,3 km á dag til að standast áskorunina. Sumir vilja ganga á jafnsléttu á meðan aðrir vilja ganga á fjöll. Þetta er ekki keppni á milli fólks eða liða, þetta er áskorun fyrir sjálfan þig og tækifæri fyrir aðra til að hvetja þig áfram. Nánari upplýsingar um 150 km áskorunina á Facebook.