Voráskorun SÍBS og Vesens og vergangs hófst með göngu á Álftanesi 30. janúar. Markmiðið er að fá sem flesta til að koma í göngur og bjóða sérstaklega velkomna þá sem hafa lítið gengið eða eru að snúa til baka eftir langt hlé. Göngurnar eru stuttar til að byrja með og lengjast svo smátt og smátt. Fólk er hvatt til að endurtaka göngu vikunnar tvisvar sinnum áður en kemur að næstu göngu.
Eftirfarandi göngur eru í Voráskorun 2019, á miðvikudögum kl. 18:15:
- 16. janúar frá Firðinum í Hafnarfirði
- 23. janúar frá Hraunseli í Hafnarfirði
- 30. janúar frá íþróttamiðstöðinni Álftanesi
- 6. febrúar frá íþróttamiðstöðinni Ásgarði
- 13. febrúar frá Hlégarði í Mosfellsbæ um Varmá
- 20. febrúar frá Háskólanum í Reykjavík um Öskjuhlíð
- 27. febrúar frá prentsmiðju Morgunblaðsins í Hádegismóum um Rauðavatnssvæðið
- 6. mars frá Bókasafni Kópavogs um Vesturbæ Kópavogs
- 13. mars frá Salarlaug í Kópavogi, landamæri Kópavogs og Breiðholts
- 17. mars dagsganga um Eldvörp og stígar á Reykjanesi
Get má þess að SÍBS Líf og heilsa býður upp á ókeypis heilsufarsmælingar í Bókasafni Kópavogs laugardaginn 9. mars og í Salarlaug laugardaginn 16. mars, kl. 09-16.