Stefán Yngvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalund.
Stefán er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum og hefur starfað við endurhæfingarlækningar frá árinu 1988. Stefán á að baka langan og glæstan feril sem endurhæfingarlæknir og stjórnandi innan endurhæfingar bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Hann var við stjórnvölin við uppbyggingu endurhæfingardeildar á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Hann hefur verið yfirlæknir á Grensásdeild Landspítala á miklum umbrota- og breytingatímum í starfsemi spítalans. Ásamt því var hann sviðstjóri endurhæfingarsviðs spítalans þegar sameining Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur varð að veruleika.
Stefán er ótvíræður leiðtogi í endurhæfingalækningum og hefur í starfi sínu sem slíkur komið að þróun starfsemi á flestum sviðum í faginu á undanförnum áratugum.
Stefán er formaður starfsstjórnar Reykjalundar og starfandi framkvæmdastjóri lækninga.
Frétt fengin af síðu Reykjalundar.