SÍBS Líf og heilsa tók þátt í Heilsudegi heilbrigðisvísindasviðs HÍ með því að bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingar á Háskólatorgi. Hjúkrunarfræðinemar sáum um mælingarnar en alls mættu 90 manns í mælingu.
Mældur var blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, gripstyrkur og mittismál auk þess sem þátttakendur gafst kostur á að svara spurningakönnun um áhrifaþætti heilsu og nálgast í kjölfarið samanburðarniðurstöður úr mælingu og könnun á Heilsugátt SÍBS.
Við þökkum góðar móttökur og óskum háskólanemum góðrar heilsu og hamingju.