Þriðjudaginn 12. mars stóð SÍBS í samstarfi við meistaranema í imagineering frá BREDA háskólanum í Hollandi fyrir vinnustofu um nálgun Íslendinga á hnattrænar áskoranir tengdar heilsu.
SÍBS kynnti starfsemi sína og verkefnið SÍBS líf og heilsa heilsufarsmælingar, lífsstílstílsþjálfun og samstarf við heilsueflandi samfélög. Gígja Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Landlækni kynnti verkefnið "Heilsueflandi samfélög".
Í kjölfarið leiddu meistaranemarnir heimskaffi (World Cafe) þar sem unnið var með spurninguna Human centred and empathetic approaches in health promotion and prevention for the public sem mætti útleggja sem aðferðir í heilsueflingu og forvörnum sem byggja á virðingu og miðast við þarfir einstaklingsins. Meðal niðurstaðna heimskaffis voru hugleiðingar um hvernig mætti fylgja eftir heilsufarsmælingum SÍBS Líf og heilsu:
- Leikjavæddar forvarnir - heilsuöpp tengd mataræði og hreyfingu
- Heilsuáskoranir og -viðburðir í nærsamfélagi
- Vísanir á viðurkenndar leiðbeiningar og ráðleggingar
- Jafningjastuðningur og fræðsla
- Fyrirmyndir sem fólk samsamar sig við
Þátttakendur í vinnustofunni komu frá heilsueflandi samfélögum, mælingarfólk, fagfólk og hagaðilar SÍBS líf og heilsu verkefnisins.