Haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs hefst á miðvikudaginn í Elliðárdalnum. Markmiðið er að fá sem flesta til að koma í göngur og bjóða sérstaklega velkomna þá sem hafa lítið gengið eða tóku langt hlé. Sérstaklega er mælst til þess að endurtaka þessa eða sambærilega göngu tvisvar þangað til kemur að næstu göngu, þannig er gönguformið þjálfað upp.
Göngurnar í haustáskoruninni eru á miðvikudagskvöldum í sex vikur frá byrjun sept fram í seinni hluta október þannig að við byrjum í sumarlitum og sjáum svo haustlitina koma smátt og smátt. Farnar verða stuttar vegalengdir til að byrja með og lengjast svo smátt og smátt og enda með dagsferð um helgi. Það kostar ekkert í þessar göngur (fyrir utan rútu í síðustu gönguferðinni).
Göngurnar verða kl. 18 á miðvikudögum, mæting 17:55:
- 4. september - Elliðaárdalur, Toppstöðin
- 11. september - Grafarvogshringur, Grafarvogskirkja
- 18. september - Umhverfis Bessastaðatjörn, Kasthúsatjörn
- Engin ganga 25. september
- 2. október- Rauðavatnssvæðið, Morgunblaðsprentsmiðjan í Hádegismóum
- 9. október - Vífilsstaðavatn og nágrenni, Barnaskóli Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum
- 16. október - Esjuhlíðar, Esjustofa við Mógilsá.
Lokagangan verður laugardaginn 19. október í Hvalfirði á milli Kjósar og Fossár. Hægt er aða taka rútu frá bílastæði við Hús Verslunarinnar kl. 08:30, stoppað við Hlégarð í Mosó og vigtarplanið á Kjalarnesi.
Allir velkomnir!