Haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs hefst með göngu umhverfis Bessastaðatjörn miðvikudaginn 22. ágúst. Göngurnar verða á miðvikudögum frá 22. ágúst og lýkur með dagsgöngu milli Brynjudals og Botnsdals í Hvalfirði laugardaginn 22. september.
Markmiðið er að fá sem flesta til að koma í göngur og bjóða sérstaklega velkomna þá sem hafa lítið gengið eða tóku langt hlé. Sérstaklega er mælst til þess að endurtaka þessa eða sambærilega göngu tvisvar þangað til kemur að næstu göngu, þannig er gönguformið þjálfað upp.
Yfirlit yfir göngurnar miðvikudagana:
- 22. ágúst - Umhverfis Bessastaðatjörn, mæting 18:10 við bílastæði við Kasthúsatjörn
- 29. ágúst - Rauðavatnssvæðið, mæting 18:10 við bílastæðið við Morgunblaðsprentsmiðjuna
- 5. september - Vífilsstaðavatn og nágrenni, mæting 18:10 við bílastæðið við Barnaskóla Hjallastefnunnar
- 12. september - Umhverfis Helgafell í Hafnarfirði, mæting 18:05 sameinast í bíla við Fjarðakaup
- 19. september - Æsustaðafjall og Reykjafell, mæting 18:10 og sameinast í bíla við Húsgagnahöllina.