Um 300 þátttakendur tóku þátt í skipulögðum göngum í tengslum við 150 km gönguáskorun SÍBS og Vesens of vergangs.
Alls voru sjö göngur eyrnamerktar áskoruninni en auk þess var vakin athygli á mörgum öðrum göngum á tímabilinu. Þessar sjö göngur voru alls 59,2 km á lengd eða rétt tæplega 8,5 km að meðaltali.
Fjölmargir þátttakenda eru búnir að ná að ganga 150 km og halda eflaust áfram að ganga reglulega í sumar. Veðrið í maí var einstaklega gott og aðeins var úrkoma í einni göngu.