Fyrsta fréttabréf verkefnisins Life and Health er komið út.
Verkefnið snýst um heilsueflingu og lífsstílsþjálfun fullorðinna. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um langvinna sjúkdóma (NCDs) og lífsstíltengda áhættuþætti þeirra, auka heilsulæsi og hvetja einstaklinga til heilbrigðs lífsstíls. Enn fremur er tilgangur verkefnisins að hvetja samfélög til að skapa umgjörð sem styður við heilbrigðan lífsstíl
Life&Health er tveggja ára samstarfsverkefni í fullorðinsfræðslu, styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar SÍBS í verkefninu eru, Austurbrú, NHL Noregi og CESIE Ítalíu.