Fjórða og síðasta fréttabréf verkefnisins Life and Health er komið út. Til stóð að halda lokaráðstefnu en af henni varð ekki sökum heimsfaraldurs COVID-19. Þess í stað hafa verið útbúnar stuttar kynningar á helstu afurðum verkefnisins sem verður deilt á rafrænum miðlum. Í fréttabréfinu má finna stuttar samantektir á innihaldi kynninganna og hlekki á myndbönd af þeim.
