Fræðsluverkefnið "Life & Health, health promiting communities" eða „Líf og heilsa í heilsueflandi samfélögum“ fékk € 278.730 styrk frá Erasmusplus áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið er til tveggja ára og hefur það markmið að stuðla að heilsueflingu fullorðinna með fræðslu og vitundarvakningu. Fréttatilkynning frá Rannís
https://www.erasmusplus.is/um/frettir/uthlutun-styrkja-i-flokki-fjolthjodlegra-samstarfsverkefna-erasmus-arid-2018
Byggt er á á forvarnaverkefninu „SÍBS Líf og heilsa“ sem unnið hefur verið í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög um allt land þar sem almenningi býðst ókeypis heilsufarsmæling og þátttaka í spurningakönnun um heilsufar, líðan og lifnaðarhætti. Jafnframt hefur SÍBS í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Austurbrú unnið námskrána „Líf og heilsa, lífsstílsþjálfun“ sem vottuð hefur verið af Menntamálastofnun.
Heilsufarsmælingar, spurningakönnun og námskrá verður aðlöguð og kennd í tilraunaskyni hjá samstarfsaðilum með stuðningi Erasmus+. Samstarfsaðilar SÍBS í verkefninu eru Austurbrú, CESIE á Ítalíu og LHL – National Association for Heart and Lung Disease í Noregi. Hópurinn hélt sinn fyrsta fund 25. september síðastliðinn, sjá mynd.