SÍBS bauðst óvæntur liðsauki á dögunum þegar Helga Þórunn Sigurðardóttir nemi í Tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ kom í vettvangsnám til SÍBS. Hefur hún nú undir leiðsögn Helga Hróðmarssonar hafið vinnu við að safna saman gögnum til að kortleggja þá þjónustu sem einstaklingum í Reykjavík býðst þeim að kostnarlausu. Aðgengi að upplýsingum sem þessum hafa ekki verið til á einum stað áður. Hér er t.d. átt við hvers konar aðstoð, félagsskap, fræðslu, afþreyingu og námskeið og í raun allt sem gagnast getur einstaklingum.
Mjög mikilvægt er að þeir einstaklingar sem eru án atvinnu einangrist ekki og hafi möguleika á að byggja sér dagskrá til að fara eftir frá degi til dags, og verða sér úti um upplýsingar og/eða afþreyingu sem getur orðið þeim til góðs. Mjög misjafnt er hversu upplýst fólk er um réttindi sín, víða er meira í boði en fólk veit af. Ef þú lesandi góður veist um aðila sem gagnast okkur að tala við þá vinsamlegast sendu okkur póst á [email protected]