Fréttir / 17. mars 2009

Lögfræðingur til starfa hjá SÍBS


Fyrir skömmu var Hlín Lilja Sigfúsdóttir lögfræðingur ráðin til starfa hjá SÍBS og mun starfa þar næstu sex mánuði. Hlutverk hennar verður aðallega að annast lögfræðileg úrlausnarefni í þágu rekstrareininga SÍBS og aðildarfélaga þess. Þar getur verið um að ræða samningsgerð og álitsgerðir, en einnig réttinda- og hagsmunamál fyrir félagsmenn aðildarfélaganna.

Hlín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1999 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2008. Síðast starfaði hún sem nefndarritari á nefndasviði Alþingis.

Hlín hefur aðsetur í Síðumúla 6 og er boðin velkomin til starfa.

 

 

Nýtt á vefnum