Fimmtudaginn 2. apríl n.k. verður haldið málþing um innra umhverfi SÍBS í Síðumúla 6, kl. 14-17.
Þar verður gerð grein fyrir starfsemi SÍBS, sagt frá starfi og uppbyggingu aðildarfélaganna og helstu verkefnum nýstofnaðs félagsráðs. Félagsráðgjafi SÍBS mun segja frá þjónustu sem veitt er á því sviði.
Sólveig Eiríksdóttir, gjaldkeri SÍBS mun svo taka saman helstu niðurstöður eftir umræður.
Kaffiveitingar verða á boðstólum.
Dagskrána í heild má sjá með því að smella hér