Miðvikudaginn 26 október kl. 17:15 verða afhentir styrkir sem veittir voru úr Styrktarsjóði Astma- og ofnæmisfélagsins. Athöfnin verður í Hringssalnum sem er á jarðhæð á Barnaspítala Hringsins (Landspítalinn við Hringbraut).
Að þessu sinni voru veittir tveir styrkir úr sjóðnum: Vegna nýrrar starfsstöðvar í frjómælingum á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands, og til rannsókna á langtímaáhrifum fólínsýru á meðgöngu á astma og ofnæmi hjá börnum. Þá verða frumsýndar tvær stuttar fræðslumyndir sem Astma- og ofnæmisfélagið hefur látið gera, "Fæðuofnæmi hjá börnum" og "Að lifa með astma".
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til [email protected]