Föstudaginn 14. október kl. 14-16 heldur starfsfólk geðsviðs Reykjalundar námskeið fyrir almenning þar sem farið verður í gegnum aðferðir Hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). HAM hefur reynst vel við vægu og meðaldjúpu þunglyndi, en aðallega er unnið með virkni og neikvæðar hugsanir. Námskeiðið verður haldið í samkomusal Reykjalundar (inngangur 1, til vinstri).
Geðteymi Reykjalundar hefur einnig gefið út handbók í hugrænni atferlismeðferð til notkunar fyrir almenning og fagaðila, sjá www.ham.reykjalundur.is.