Fréttir / 26. október 2010

Ályktun SÍBS þingsins

Áskorun til stjórnvalda

37. þing SÍBS, haldið á Reykjalundi 22.10.2010, fer þess eindregið á leit við ríkisstjórn Íslands að sparnaður á sviði heilbrigðismála undanfarin tvö ár verði tekinn til endurskoðunar.

Gæta aðhalds í útgjöldum

Sterkar vísbendingar eru um að nokkrar þessara sparnaðaraðgerða muni ekki skila tilætluðum árangri heldur aðeins rýra lífsgæði sjúklinga og öryrkja.

Ríkur skilningur er á að nú um stund þurfi að gæta aðhalds í útgjöldum til heilbrigðismála. Krafa okkar er þó sú að samfélagslegur ávinningur sé meiri en kostnaður.

Þingið leggur áherslu á að þessi endurskoðun hefjist eins fljótt og auðið er og að henni verði lokið eigi síðar en 3. janúar 2011.

Nýtt á vefnum