Fréttir / 26. október 2010

37. þing SÍBS - Nýr formaður

37. sambandsþing SÍBS var haldið á Reykjalundi 22. okt. s.l. SÍBS þing eru haldin á tveggja ára fresti. Þar eru lagðar fram skýrslur og reikningar frá aðildarfélögum og stofnunum SÍBS auk hefðbundinna þingstarfa.

Dagný Erna Lárusdóttir, sem verið hefur varaformaður SÍBS frá 2002 tók við formennsku af Sigurði Rúnari Sigurjónssyni, sem hefur verið formaður samtakanna s.l. sex ár. Varaformaður var kjörin Auður Ólafsdóttir sem hefur verið í stjórn SÍBS frá árinu 2002.

Birtar verða frekari fréttir af þinginu, ásamt ályktunum og gögnum sem varða þingið á næstu dögum.

Nýtt á vefnum