\"Í morgunljómann er lagt af stað\" |
SÍBS lestin er lögð af stað aftur eftir tveggja ára hlé. Lestarfólk reis snemma úr rekkju og ók af stað frá Síðumúla 6 sem leið liggur vestur í Búðardal. Toyotabílarnir fóru létt með þetta knúnir orku frá N1.
Í Búðardal var verið við mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu og súrefnismettun auk myndasýninga og
Lestin í Búðardal |
Síðan hélt meginhópurinn að Reykhólum með viðkomu í kaffi á Skerðingsstöðum en happdrættisfólkið heimsótti umboðsmann sinn á Fellsströnd, Jóhann Pétursson í Stóru Tungu. Til stóð að heimsækja Halldór D. Gunnarsson í Króksfjarðarnesi, en hann var þá á Reykhólum og fórumst við á mis.
Eftir ríkulegan kvöldverð í Bjarkarlundi var ekið til Bíldudals í gistingu.
Skv. hefðinni rigndi óskaplega þennan fyrsta dag, líkt og fyrir tveimur árum og vegirnir, eftir að kom á Vestfjarðakjálkann, voru líka óskaplega slæmir, jafnvel á vestfirska vísu, enda margir vegaspottarnir á sjötugsaldri án breytinga. Í mómælaskyni virðisdt einn hjólkoppur hafa yfirgefið lestina og er hann úr sögunni síðan. En lestin hélt áætlun sinni og skilaði okkur í náttstað, þar sem tók við hefðbundin barátta við að koma efni dagsins á heimasíðuna. Enn er ekki ljóst með myndefnið, þart sem netsamband er mjög hægvirkt.
Á morgun liggur svo leiðin til Patreksfjarðar og Tálknafjarðar.