Kiddi póstur og Svanborg hlýða á harmonikutóna |
Morgunverður á Vegamótum og svo til Patreksfjarðar þar sem var vel mætt í mælinguna og við fengum góðar móttökur. Leikið var á harmoniku fyrir sjúklinga og heimilisfólk á sjúkrahúsinu þar sem meðalaldur er hár.
Síðan lá leiðin til Tálknafjarðar og þar var setinn bekkurinn í litla heilsugæsluhúsnæðinu,
en þar voru líka mjög góðar móttökur og mæting afar góð. Þolinmóðir gestir stóðu með veggjum og sátu jafnvel á gólfinu, en allt gekk þetta einstaklega vel.
Tálknafjörður |
Ath. Það má tvísmella á myndirnar til að stækka þær.
Bolir, pennar, bæklingar og blöð runnu út hjá okkur eins og heitar lummur, en fræðslumyndir um starfsemi okkar eru jafnan í gangi á meðan beðið er.
Í kvöld komu margir umboðsmanna okkar á svæðinu til Bíldudals og snæddu með okkur kvöldverð á Vegamótum.
Það áttum við mjög notalega kvöldstund með þeim og að lokum var kvöldsopinn drukkinn í 115 ára gömlu húsi Gretu og Péturs, sem nefnist Jónshús, en einnig nefnt Hrútakofinn. Sú heiðursnafnbót er vegna þess að þar bjuggu í upphafi verslunarþjónar P.J. Thorsteinsson, sem allir voru ungir og ógefnir. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá deginum.
Taka númer, gjöra svo vel |
Það má alltaf finna pláss |
Það er ekki alltaf leiðinlegt! |
Með umboðsmönnum |