Fréttir / 18. september 2009

SÍBS lestin 2009 - dagur 3


Á biðstofunni
Nú voru mælingar á Bíldudal og mæting þar var mjög góð, ekki síst ef hún er tekin sem hlutfall af íbúatölu, því yfir 20% íbúanna komu til okkar.

Síðan heimsóttum við Jón Kr. Ólafsson söngvara og safn hans, Melódíur minninganna en þar er vissulega margt skemmtilegt að sjá og kvöddum síðan Bíldudal.

Þá tók við glíman við þjóðveginn á ný. Í sumar var haldið

Bíldudalur

sérstaklega upp á 50 ára afmæli Dynjandisheiðarvegar. Miðað við veginn í dag þá ber hún ekki aldurinn vel. Það má segja að ástand vegarins sé mjög í samræmi við aldurinn. Skv. Vegagerðinni áttu umbætur að hefjast  árið 2012. Síðan hefur margt breyst.

(Smellið fyrir stóra mynd.)

Jón Kr.
Á Þingeyri var hluti af slitlagi Dynjandis- og Hrafnseyrarheiða þvegið af Toyotunum, en það hafði tekið sér far með þeim. Svo var litið inn hjá N1 að vanda og tekið stundarhlé fyrir smábita.

Dagskránni lauk svo með kvöldverði með umboðsmönnum okkar á svæðinu. Matseðillinn hljóðaði upp á óvissuferð, sem reyndist frábær og það var gaman að hitta

Við Dynjanda
umboðsmennina og spjalla við þá. Gist á Hótel Ísafirði  með útsýni yfir lognkyrran Pollinn sem speglar ljósin í bænum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þvo og bóna, takk!

Heilsufæði á Þingeyri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt á vefnum