Fréttir / 21. september 2009

SÍBS lestin 2009 - dagur 6


Gestir af Skaganum
Ekið frá Hólmavík í birtingu. Næring í nýja Staðarskálanum ásamt þrifabaði fyrir bílana, sem ekki veitti af. Svo rólega eftir þjóðveginum til Blönduóss. Mættum ekki einu sinni lögreglubíl, þrátt fyrir góðakstur alla leið.

 

Á Blönduósi
Helgi náði að spyrna fram úr þunghlöðnum vörubíl, en við sviftingarnar sveif segulmerkimiði af bílnum og bar við himin. Helgi hljóp hann uppi  og bar nauðugan í bílinn aftur og síðan sigldum við á eftir vörubílnum og gekk vel. Skemmst er frá að segja að móttökur og mæting voru einstaklega góðar bæði á Blönduósi og Skagaströnd. Við fórum fram úr tímamörkum á báðum stöðum, en samtals mættu 110 manns til okkar.

Mælt á Blönduósi
Lesefni er á þrotum og eitthvað farið að sneiðast um boli og DVD spólur en við munum senda eitthvað til þeirra sem þess óska.

Í kvöld var svo kvöldverður á Hótel  Blönduósi með umboðsmönnum okkar á Blönduósi og Skagaströnd sem heita báðar Guðrún. Við fengum mjög góðan mat og áttum skemmtilega stund með þeim.

Á Skagaströnd
Þetta var síðasta kvöldmáltíð ferðarinnar en henni lýkur á morgun með mælingum á Hvammstanga og síðan heimferð.

 

 

 

 

 

 

 

 

Af biðstofunni

 

Yngismeyjar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sígga og Geiri, Tra la, la ,la la

Nýtt á vefnum