Ekið frá Hólmavík í birtingu. Næring í nýja Staðarskálanum ásamt þrifabaði fyrir bílana, sem ekki veitti af. Svo rólega eftir þjóðveginum til Blönduóss. Mættum ekki einu sinni lögreglubíl, þrátt fyrir góðakstur alla leið.
Helgi náði að spyrna fram úr þunghlöðnum vörubíl, en við sviftingarnar sveif segulmerkimiði af bílnum og bar við himin. Helgi hljóp hann uppi og bar nauðugan í bílinn aftur og síðan sigldum við á eftir vörubílnum og gekk vel. Skemmst er frá að segja að móttökur og mæting voru einstaklega góðar bæði á Blönduósi og Skagaströnd. Við fórum fram úr tímamörkum á báðum stöðum, en samtals mættu 110 manns til okkar.
Lesefni er á þrotum og eitthvað farið að sneiðast um boli og DVD spólur en við munum senda eitthvað til þeirra sem þess óska.
Í kvöld var svo kvöldverður á Hótel Blönduósi með umboðsmönnum okkar á Blönduósi og Skagaströnd sem heita báðar Guðrún. Við fengum mjög góðan mat og áttum skemmtilega stund með þeim.
Þetta var síðasta kvöldmáltíð ferðarinnar en henni lýkur á morgun með mælingum á Hvammstanga og síðan heimferð.
|
Sígga og Geiri, Tra la, la ,la la |