Fréttir / 22. september 2009

SÍBS lestin 2009 - dagur 7


Við Hvammstanga
Mælingar á Hvammstanga kl. 11-14, góð mæting og góðar viðtökur.

Bílarnir, sem voru við upphaf ferðar hlaðnir af fræðsluefni, blöðum og bæklingum, bolum og brjóstsykri ásamt mælitækjum margs konar, eru nú nánast tómir utan ferðafólksins og pjönkur þeirra.

 

Á biðstofunni
Nú var að heita mátti allt kynningarefni upp urið og við munum senda ýmislegt í pósti sem ekki gafst kostur á að afhenda.

Eftir að við höfðum fengið okkur að borða í Staðarskála og Toyota bílunum hafði verið brynnt í boði N1 var haldið sem leið liggur til Reykjavíkur, affermt í Síðumúla 6 og bílarnir settir í þrif og bón.

Þessi ferð, sem staðið hefur í rétta viku, er á enda. Við höfum hitt margt fólk og komið margvíslegri fræðslu á framfæri. Hópurinn hefur starfað sem einn maður og þar með hefur þetta einnig treyst böndin á vinnustaðnum.

Bestu þakkir til allra sem lögðu okkur lið og sérstaklega til allra sem tóku á móti okkur á heilsugæslustöðunum og greiddu götu okkar á alla lund.

Einnig þökkum við af heilum hug Toyota á Íslandi og N1, sem af rausn og stórhug lögðu okkur til fararskjóta og eldsneyti.

Í Staðarskála

Ferðalokin nálgast
Nýtt á vefnum