SÍBS leggur áherslu á að þjóna sem best félagsmönnum aðildarfélaga samtakanna. Eitt af því sem skiptir sjúklinga miklu máli er lyfjaverð. SÍBS lét því vinna könnun á lyfjaávísunum nokkurra apóteka á landinu árin 1998-2000.
AÐFERÐAFRÆÐI
Fjöldi lyfjaávísana sem skoðaðar voru var tæp 140 þúsund. Sjúklingahóparnir sem skoðaðir voru voru börn, aldraðir, öryrkjar og aðrir. Skoðaður var meðalkostnaður sjúklings á hverja lyfjaávísun fyrir árin 1998, 1999 og 2000 og prósentubreyting á meðalkostnaði sjúklings fyrri hverja lyfjaávísun milli ára þ.e.a.s. 1998-1999 og 1999-2000. Þannig fékkst skýr samanburður á hópunum (sjá meðfylgjandi töflur).
Einnig var skoðuð hlutdeild TR á hverja lyfjaávísun (í prósentum) á árunum 1998, 1999 og 2000 og prósentubreyting á hlutdeild TR fyrir hverja lyfjaávísun hjá hverjum sjúklingi milli ára þ.e.a.s. 1998-1999 og 1999-2000.
NOKKRAR ÁHUGAVERÐAR NIÐURSTÖÐUR
1. Meðalhlutdeild Tryggingastofnunar á hverja lyfjaávísun minnkar milli ára, mest hjá öðrum þ.e. hjá þeim sem ekki eru öryrkjar eða ellilífeyrisþegar (sjá mynd a).
2. Á mynd a kemur einnig fram að hlutdeild TR í lyfjaávísunum barna er lítil. Barnafjölskyldur bera háan lyfjakostnað.
3. Greiðsluþátttaka sjúklinga hefur aukist vegna breytinga á reglugerðum um greiðslu sjúklinga og TR í lyfjum (sjá myndir b og c).
Aldraðir bera hlutfallslega mestu prósentuhækkun en álag á þá í krónum talið vegur þungt í ljósi þess að sá hópur ásamt öryrkjum notar margar tegundir lyfja. Sem dæmi má nefna að öryrki er keypti lyf fyrir 16.000 kr. er dugði í 45 daga þ.e. fyrir tæpar 130.000 kr. á ári, fékk aðeins rúmar 50.000 kr. í endurgreiðslu frá TR Öryrkinn greiddi því að meðaltali 6.000 kr. á mánuði úr eigin vasa fyrir lyfin. Hækkun í krónum á hverja lyfjaávísun er því umtalsverð í útgjöldum þeirra sem nota margar tegundir lyfja (sjá mynd d).
4. TR gæti komið þeim öldruðum og öryrkjum er mest þurfa á aðstoð að halda til hjálpar.
5. Breyting á verðlagi lyfja hefur fyrst og fremst áhrif á greiðslur þeirra sem hafa háa greiðsluþáttöku þ.e. aðrir því þak á greiðsluþátttöku t.d. aldraðra er það lágt. Þó ber að geta þess að þvagræsilyf og blóðþrýstingslækkandi lyf voru mörg hver undir þaki aldraðra. TR ber mestan kostnað af hækkun á verðlagi.
6. Apótek hafa átt í samkeppni og því gefið afslætti af hlutdeild sjúklinga. Afslættir hafa þó farið minnkandi m.a. vegna breyttrar greiðslutilhögunar TR.
a) Meðaltalshlutdeild TR á hverja lyfjaávísun milli ára
Sjúklingahópur |
1998 ( % ) |
1999 ( % ) |
2000 ( % ) |
Börn |
25,0 |
34,2 |
27,9 |
Aldraðir |
78,6 |
77,4 |
74,7 |
Öryrkjar |
79,4 |
79,0 |
77,9 |
Aðrir |
53,0 |
51,2 |
44,1 |
Allir |
61,5 |
60,2 |
57,3 |
b) Prósentubreyting á hlutdeild TR milli ára
Sjúklingahópur |
1998-1999 ( % ) |
1999-2000 ( % ) |
Börn |
36,6 |
-18,2 |
Aldraðir |
-1,6 |
-3,5 |
Öryrkjar |
-0,5 |
-1,4 |
Aðrir |
-3,5 |
-13,9 |
Allir |
-2,0 |
-5,0 |
c) Meðaltalskostnaður á hverja lyfjaávísun ýmissa sjúklingahópa milli ára
Sjúklingahópur |
1998 ( kr ) |
1999 ( kr ) |
2000 ( kr ) |
Börn |
767 |
904 |
1.237 |
Aldraðir |
676 |
663 |
889 |
Öryrkjar |
926 |
707 |
1.063 |
Aðrir |
1.599 |
1.746 |
2.161 |
Allir |
1.284 |
1.356 |
1.671 |
d) Prósentubreyting meðaltalskostnaðar á hverja lyfjaávísun ýmissa sjúklingahópa milli ára
Sjúklingahópur |
1998-1999 ( % ) |
1999-2000 ( % ) |
Börn |
17,9 |
36,8 |
Aldraðir |
-2,0 |
34,0 |
Öryrkjar |
-23,7 |
50,4 |
Aðrir |
9,2 |
23,7 |
Allir |
5,5 |
23,3 |
Hér að framan hefur aðeins verið birtur lítill útdráttur úr könnun á þróun lyfjaverðs. Þeir sem vilja kynna sér könnuninna nánar geta haft samband við Helga Hróðmarsson félagsmálafulltrúa SÍBS og fengið hana senda.
18/1 2002
HH