Fréttir / 9. janúar 2010

Formannafundur í Múlalundi


Sigurður Rúnar formaður stjórnaði fundinum
Föstudaginn 8. janúar var haldinn formannafundur SÍBS í Múlalundi, en hann skal halda annað hvert ár, milli þinga.

Þar fluttu skýrslur formaður SÍBS og einnig framkvæmdastjórar sviða og stofnana sambandsins.

SÍBS stendur eftir atvikum vel í erfiðu árferði. Áfall varð nýlega vegna gjaldþrots leigjanda á Reykjalundi, sem rak plastframleiðslu. Við því

Sigga matráður fékk koss og blóm
verður brugðist með nýjum áformum, m.a. mun mestur hluti af starfsemi Múlalundar flytjast á landssvæði Reykjalundar og fleiri ráðagerðir eru uppi.

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi SÍBS og er hið nýja kerfi að taka á sig heildstæða mynd. Afkoma samstæðureiknings er góð.

 

Nýtt á vefnum