Fréttir / 12. ágúst 2002

SÍBS húsið er í Síðumúla 6


Um síðustu helgi flutti SÍBS ásamt Happdrætti SÍBS og aðildarfélögum sambandsins aðsetur sitt úr Suðurgötu 10 inn í Síðumúla númer 6.

Flutningarnir gengu vel fyrir sig en nokkurn tíma mun taka að koma öllu í endanlegt horf. Stefnt er að því að opna húsið formlega og sýna það félagsmönnum á haustdögum, e.t.v. í tengslum við SÍBS þingið sem verður haldið á Reykjalundi 1. og 2. nóvember næstkomandi.

SÍBS hefur verið í Suðurgötunni í nærfellt 30 ár og starfsmenn kveðja þau húsakynni með söknuði.

Aðgengi að húsinu var hins vegar aldrei nægilega gott, einkum hvað varðar félagsaðstöðuna. Verulega var búið að bæta úr því fyrir viðskiptavini Happdrættisins en vöntun á bílastæðum var stöðugt vandamál.

 

 

Í Síðumúlanum er mjög gott að komast að húsinu, aðgengi fyrir fatlaða er ágætt bæði í Happdrættið og í félagsaðstöðu fyrir félagsmenn. Hægt verður að vera með fundi fyrir allt að 40 manns í húsakynnum okkar hérna og kaffistofan samnýtist daglegu starfi og fundarýminu.

Þá eru bílastæði næg á verslunartíma og nær óþrjótandi á kvöldin, sem kemur sér vel þegar halda skal fræðslufundi eða samkomur á vegum félagsdeildanna.

 

Nýtt á vefnum