Fréttir / 30. október 2002

33. þing SÍBS


33. Sambandsþing SÍBS verður haldið í sal nýja þjálfunarhússins á Reykjalundi,  dagana 1.-2. nóvember n.k.

Þingsetning verður á föstudag kl. 16:30 en málþingið hefst á sama stað kl. 16:00. Þingið sækja um 90 fulltrúar víðs vegar af landinu.

Dagskrá þingsins og málþingsins er hér.

Sambandsþing SÍBS eru haldin annað hvert ár og sækja þau fulltrúar félaga og deilda innan SÍBS. Milli þinga starfar níu manna stjórn sambandsins og úr þeirra röðum fer þriggja manna framkvæmdaráð með daglega ákvarðanatöku í umboði stjórnar.

Félög og samtök innan SÍBS eru auk SÍBS-deilda sem eru nú sjö talsins: Astma- og ofnæmisfélagið, Landssamtök hjartasjúklinga og Samtök lungnasjúklinga.

Félagsmenn innan raða SÍBS eru nú rúmlega 6.600 talsins.

Nýtt á vefnum