Fréttir / 10. janúar 2010

Fjölmennt í mælingar hjá SÍBS


Kristján Smith er í bolabrögðum, en Birgir lungnaformaður skráir
Mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu og súrefnismettun sem auglýstar voru á vegum SÍBS og aðildarfélaga mæltust afar vel fyrir. Hjartaheill hafði frumkvæði að þessu framtaki en önnur aðildarfélög komu einnig að starfinu.

Mikinn fjölda fólks dreif að strax í upphafi og alls komu í mælingu eitthvað yfir 250 manns. Strax varð langur biðlisti en menn tóku töfunum með bros á vör, fengu sér ávexti eða svaladrykk og horfðu á fræðslumyndir úr fórum félaganna, eða skruppu frá og komu aftur.

Það var þröng á þingi á tímabili

Allir voru leystir úr með hjarta frá Hjartaheill, ásamt pennum og bolum frá Happdrætti SÍBS.

Þrátt fyrir þennan mikla fjölda gengu mælingar vel, en fjórir hjúkrunarfræðingar komu til liðs við okkur, þar af þrír frá Reykjalundi. Þrír mældu á vegum SÍBS auk þeirra.

Þeim eru öllum færðar þakkir okkar fyrir gott starf.

 

 

Þetta er bara allt í lagi!

Nýtt á vefnum