Þriðjudaginn 14. janúar verður dregið í fyrsta flokki Happdrættis SÍBS 2003. Dregnir verða m.a. út tíu vinningar, ein milljón krónur hver, auk fjölda annarra.
Opið er kl. 12:00 - 16:00 sunnudag 12. og símavakt til kl. 21:30.
Mánudag 13. jan. er opið til kl. 18:00, símavakt til kl. 22:15.
Á þriðjudag er opið til kl. 18:00 en þá hefst útdráttur.
Við erum í Síðumúla 6 og síminn er 552 2150.
Aukalega verður svo dregin út tveggja stafa endatala en þeir sem eiga númer sem endar á þessum tölum hreppa stórglæsilega bókavinninga frá Eddu útgáfu. Nánar um þá hér að neðan.
Miða má panta hér á vefnum með netbréfi eða hringja í síma 552 2150.
Sérhver seldur miði styrkir starf okkar á Reykjalundi og Múlalundi.
Til að panta miða á vefnum er best að smella á \"Happdrætti SÍBS\" hér að ofan til vinstri og þá opnast reitur á sama stað þar sem stendur neðst \"Kaupa miða\". Með því að smella þar opnast eyðublað til útfyllingar.
Gangi ykkur vel og þökk fyrir stuðninginn.