Fréttir / 21. mars 2003

Fundur um málefni SÍBS á mánudag


Boðað hefur verið til fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna að Reykjalundi næstkomandi mánudag, 24. mars, kl. 14:30. Fundarstjóri verður Björn Ástmundsson, forstjóri á Reykjalundi. Fundurinn er opinn en til hans er boðið stjórnarmönnum SÍBS, starfsmönnum og sjúklingum á Reykjalundi.

Formaður SÍBS, Haukur Þórðarson, mun í upphafi kynna starfsemi og helstu viðfangsefni samtakanna auk þess sem hann mun leita eftir afstöðu fulltrúa flokkanna til þeirra viðfangsefna sem unnið er að og sótt hefur verið um framlög til frá Alþingi.

Stjórnmálamennirnir munu síðan gera grein fyrir afstöðu sinni og svara spurningum sem upp koma í ræðu formannsins. Einnig gefst  fundarmönnum tækifæri til að koma á framfæri fyrirspurnum.

Eftir fundinn verður síðan aðstaðan í hinu nýja þjálfunarhúsi sem tekið var í notkun fyrir rúmu ári skoðuð.

Nýtt á vefnum