Um síðustu áramót tók Bókabúð Máls og menningar í Mjóddinni við umboði Happdrættis SÍBS af blómabúðinni Stúdíóblóm, sem hefur nú flutt sig í Grafarvoginn.
Meðal þeirra sem sinna viðskiptavinum Happdrættis SÍBS eru þessar brosmildu blómarósir, þær María Ásgeirsdóttir og Þórunn Inga Sigurðardóttir, en hún er verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar í Mjóddinni.
Þær vilja sérstaklega benda viðskiptavinum sínum á það að það er hægt að kaupa nýja miða hvenær sem er í umboðinu og bjóða nýja kaupendur velkomna.
Við hjá Happdrætti SÍBS hyggjum gott til samstarfsins um leið og við þökkum eigendum Studíóblóma fyrir samvinnuna og óskum þeim velgengni á nýjum stað.