Fréttir / 8. október 2003

LHS 20 ára 8. október


Landssamtök hjartasjúklinga fagna 20 ára afmæli sínu í dag, 8. október og af því tilefni var boðið til veislu í Síðumúla 6 í morgun.

Á undanförnum dögum og vikum hefur afmælisins verið minnst á margvíslegan hátt, en hámarkið var \"Hjartaheill\" sýning sem haldin var í Perlunni, 26.-28. september s.l.

Þar kynntu hátt í 40 fyrirtæki og stofnanir vörur sínar og þjónustu auk þess sem hægt var að láta mæla hjartslátt, kólesteról og blóðþrýsting hjá mörgum aðilum á sýningunni.

Síðan fór fram hin árlega \"Hjartaganga\" þar sem yfir 300 manns gengu umhverfis Öskjuhlíðina undir stjórn Rúriks Kristjánssonar og landlæknis, en það er Félag hjartasjúklinga á Reykavíkursvæðinu sem stendur fyrir þessari göngu.

Nýtt á vefnum