Fréttir / 15. október 2003

Einkaleyfi framlengt til 15 ára


Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um að framlengja einkaleyfi Happdrættis Háskóla Íslands til að reka peningahappdrætti allt til ársins 2019 eða í næstu 15 ár.

Frumvarpið má sjá hér ásamt greinargerð.

Undanfarin 10 ár hafa Happdrætti SÍBS og Happdrætti DAS barist fyrir að fá að greiða út vinninga í peningum, m.a. með þeim rökum að þrátt fyrir \"einkaleyfi\" Happdrættis HHÍ greiða fjölmörg happdrætti og aðrir aðilar út peningavinninga og hafa gert um margra ára skeið. Sum þeirra eru að stærstum hluta í eigu útlendinga, s.s. Víkingalottó. Þá eru fyrirtæki, sjónvarpsstöðvar og verslanir í vaxandi mæli komin á þessa braut.

Framlenging starfsleyfis HHÍ er réttlætismál, en vonandi verður einokunarákvæðinu kippt út úr frumvarpinu í meðförum þingsins.

 

Nýtt á vefnum