Fréttir / 19. nóvember 2003

Öndunarmælingar um allt land


Alþjóðadagur langvinnrar lungnateppu er 19. nóvember. Af því tilefni gefst almenningi kostur á  öndunarmælingu á heilsugæslustöðvum um land allt, sjá nánar í Mbl. 19.11.

Hér eru hjúkrunarfræðingar og stjórnarfólk í Samtökum lungnasjúklinga í Kringlunni s.l. sunnudag að kynna þetta átak og samtökin.

Í fyrrnefndri auglýsingu í Mbl. er einnig að finna spurningar sem auðvelda fólki að greina hvort um geti verið að ræða langvinna lungnateppu.

Einnig er bent á heimasíðu Samtaka lungnasjúklinga en hægt er að fara inn á hana með því að smella á nafn þeirra hér til vinstri á síðunni.

Nýtt á vefnum