Fréttir / 3. desember 2003

Þjóðsögur Jóns Árnasonar gefnar út á ný


Á fullveldisdaginn, 1. des. s.l. var undirritaður samningur milli Happdrættis SÍBS og EDDU-útgáfu um kaup happdrættisins á um 3.000 eintökum af nýrri útgáfu Þjóðsagna Jóns Árnasonar, sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil.

Með þessu stuðlar Happdrætti SÍBS að endurútgáfu þessa stórvirkis sem er órjúfanlegur hluti menningarhefðar okkar Íslendinga.

Þjóðsagnasafnið verður hluti af endatöluvinningum  happdrættisins á næsta ári á sama hátt og Íslensk orðabók og Ritsafn Snorra Sturlusonar eru á þessu ári.

Nýtt á vefnum