Brynja Brynjarsdóttir var í atvinnulegri endurhæfingu á Reykjalundi í haust og þar sagði hún starfsfólki frá hugmynd sem hún var með til að auðvelda börnum að læra að þekkja stafina. Hún var hvött til og aðstoðuð við að þróa hana áfram og búa Stafaspilið til. Það fór síðan á markað fyrir síðustu jól og gerði það gott.
Anna Njálsdóttir og Brynja Brynjarsdóttir |
Stafaspilið er fáanlegt í flestum bókabúðum og stórmörkuðum og með því eru leiðbeiningar um hvernig nota megi það, en auk þess geta notendur valið sér sínar eigin aðferðir.
Með Brynju á myndinni er Anna Njálsdóttir, vinkona hennar sem hefur aðstoðað hana við að koma þesar skemmtilegu hugmynd á framfæri.