Fréttir / 4. mars 2004

Afhending fyrsta Þjóðsagnasafnsins


Nýlega var afhent eitt af fyrstu eintökum Þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar sem er meðal endatöluvinninga í Happdrætti SÍBS.

Það er Kristín Rut Jónsdóttir sem tekur hér við eintakinu sínu úr hendi Kristínar Þóru Sverrisdóttur skrifstofustjóra Happdrættis SÍBS, en í baksýn eru nokkur hundruð eintök af þjóðsagnasafninu sem verða meðal vinninga í ár.

 Á meðfylgjandi mynd eru talið frá hægri: Páll Valsson, útgáfustjóri Máls menningar, Hrannar B. Arnarsson Markaðsstjóri Eddu-útgáfu, Kristín Rut Jónsdóttir vinningshafi, Kristín Þóra Sverrisdóttir skrifstofustjóri Happdrættis SÍBS og Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Happdrættis SÍBS.

Nýtt á vefnum