Fréttir / 16. ágúst 2004

Perluvinir ganga Kársnesið


 

Fyrir hálfu sjötta ári hófu hjartasjúklingar að ganga sér til heilsubótar á laugardögum. Hópurinn hittist í Perlunni klukkan 11 og þar er ákveðin gönguleið dagsins af göngustjóranum sem oftast er Rúrik Kristjánsson

 

Eftir um klukkutíma göngu er farið til baka í Perluna og þar er sest við súpudisk og spjall.

Kjarninn sem til varð í upphafi göngunnar hefur haldið saman að miklu leyti. Nýir félagar hafa komið inn og einhverjir heltast úr lestinni eins og gengur.

 

 Aldrei hefur ganga fallið niður vegna veðurs, en séu veður válynd er oftast gengið í skjóli trjánna í Öskjuhlíðinni. Göngumenn eru orðnir margs vísari um gönguleiðir í og umhverfis höfuðborgina, því farið er víða.

Nýtt á vefnum