Fréttir / 5. apríl 2006

Kynna þjónustu Tryggingastofnunar


5. apríl s.l. efndi SÍBS til kynningarfundar fyrir fulltrúa aðildarfélaga sinna um starfsemi og þjónustu  TR.

Þær Margrét S. Jónsdóttir og Ásdís Eggertsdóttir  frá Þjónustumiðstöð TR komu á fundinn, kynntu starfsemi miðstöðvarinnar og svöruðu fjölmörgum spurningum fundarmanna.

Meðal nýjunga sem þær greindu frá var að nú eru að koma fram afsláttarkort sem gilda munu í tólf mánuði frá útgáfudegi í stað almanaksársins eins og nú er.

Þá sagði Margrét að séreignalífeyrissjóður lyti algjörlega sömu lögmálum og almennar lífeyrisgreiðslur, þrátt fyrir margar yfirlýsingar um annað.

 

Fundarmenn lýstu ánægju sinni með þann fróðleik sem þær stöllur miðluðu á fundinum og þökkuðu þeim fyrir komuna.

Þær benda sérstaklega á upplýsingar sem fá má um bótafjárhæðir,skerðingar o.f. á reiknivél TR, www.tr.is

Nýtt á vefnum