Fréttir / 10. apríl 2006

Mælingar hjá Ríkisendurskoðun


Stungið á Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoðanda
10. apríl s.l.  mættu starfsmenn Hjartaheilla, ásamt hjúkrunarfræðingum  frá hjartadeild  LSH, í húsakynni Ríkisendurskoðunar og mældu þar blóðþrýsting, blóðfitu og fleira meðal starfsmanna.

Var gerður að þessu góður rómur eins og hvarvetna þar sem Hjartaheill hefur staðið fyrir mælingum.

Mælingar á vegum Hjartaheilla  hafa staðið yfir í mörg undanfarin ár víðs vegar um land og gefið margar vísbendingar sem brugðist hefur verið við.

Alls hafa um sex þúsund manns notið þessarar þjónustu Hjartaheilla á undanförnum árum með aðstoð LSR og heilsugæslufólks víðs vegar um landið.

Nýtt á vefnum