Frá og með 1. sept. 2006 verður félagsráðgjafi SÍBS með viðveru og viðtalstíma í SÍBS húsinu, Síðumúla 6, á miðvikudögum frá kl 9:00 -16:00.
Hlutverk félagsráðgjafa:
Hlutverk félagsráðgjafa SÍBS er að veita félagsmönnum ráðgjöf- og stuðning, svo og veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindi. Í því felst að meta félagslega stöðu einstaklingsins með tilliti til fjármála, húsnæðis, atvinnu, fjölskylduaðstæðna, félagslegs nets og löggjafar.
Einnig veitir félagsráðgjafi stuðning við að leysa úr persónulegum og félagslegum vanda. Félagsráðgjafi leitar leiða til úrbóta þegar þess er þörf og hefur samstarf við stofnanir sem málin varðar.
Viðverutími félagsráðgjafa er miðvikudaga frá 9:00 16:00
Með kærri kveðju
Margrét Albertsdóttir
félagsráðgjafi SÍBS
S: 560-4816