Stjórn Hjartaheilla hélt fyrsta stjórnarfund sinn eftir landsþingið. Guðmundur Bjarnason var kosinn varaformaður í stað Eggerts Skúlasonar, en aðrar breytingar urðu ekki á stjórninni. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson er formaður Hjartaheilla.
Fjallað var um tilvísanakerfið og stjórnin lýsti stuðningi við störf Helga Hróðmarssonar að lausn þess. Í framhaldi af ályktun landsþingsins um málið var ákveðið að fela honum að vísa því til umboðsmanns Alþingis.