|
Björn Ástmundsson og Guðmunda Arnórsdóttir eiginkona hans |
Hinn 1. febrúar s.l. efndi framkvæmdastjórn Reykjalundar til kaffisamsætis á staðnum til heiðurs Birni Ástmundssyni forstjóra en hann lætur senn af störfum eftir þrjátíu ára starf sem forstjóri og samfellt 33 ára starf við stofnunina.
Fjölmenni mætti á staðinn til að heiðra Björn og voru fluttar margar ræður og góðar.
Hér á eftir eru nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri
|
Veitingar voru rausnarlegar svo sem venja er á staðnum og þar á meðal var þessi girnilega kaka |
|
|
Nánustu samverkamenn Björns, - framkvæmdastjórn Reykjalundar, F.v.: Jón M. Benediktsson, Lára M. Sigurðardóttir, Hjördís Jónsdóttir og Björn | |
|
Fulltrúar stjórnar SÍBS og framkvæmdastjóri heiðruðu Björn og færðu honum málverk, Bikarinn, eftir Braga Ásgeirsson um leið og honum voru þökkuð farsæl störf í þágu sambandsins og Reykjalundar. Hér ávarpar formaðurinn Björn |
|
Sigrún Ólafsdóttir, einkaritari Björns sagði í ávarpi til hans að hún hefði sest á hnén á honum fyrir fimmtán árum og setið þar síðan. Hins bæri svo að geta að búið væri að skipta um báða hnjáliði hans á tímabilinu. Hér mátar hún sig í síðasta sinn, en Guðmunda fylgist með |
|
Karl Loftsson og Björn hafa átt mikil samskipti á liðnum árum, jafnt á fjármálasviðinu sem golfvellinum |
|
Björn hlýðir hér á ávarp en í baksýn sér yfir hluta salarins á Reykjalundi. Vinstra megin á myndinni er Ágústa dóttir Björns og Guðmundu |