Fréttir / 12. mars 2007

Vistor hf. styrkir starf Hjartaheilla


Samningurinn handsalaður. Á myndinni er líka Elína Anna Gunnarsdóttir frá Vistor
Nýlega skrifuðu Sigtryggur Hilmarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðistæknisviðs Vistor hf. og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga undir samstarfssamning um stuðning Vistor hf. við Hjartaheill.

 Vistor hf. flytur inn og selur blóðþrýstingsmæla af gerðinni Microlife og munu 500,- kr. af hverjum seldum blóðþrýstingsmæli renna til Hjartaheilla.

Fyrst um sinn fást blóðþrýstingsmælarnir hjá apótekum Lyfju og á skrifstofu Hjartaheilla að Síðumúla 6, Reykjavík.

Samningur þessi gildir til 3ja ára og er mikill stuðningur við Hjartaheill.  

 

Nýtt á vefnum